5130 Endastöð margra

5130

Endastöð margra

Hópefli eða OA?
Hópefli á vegum sérfræðinga er ekki það sama og OA fundir.
Hópeflið getur verið betra eða lakara eftir aðstæðum.
Þær eru misjafnar, annars vegar leiðir fíkill fundinn og hins vegar sérfræðingur.

* Sé um sérfræðing að ræða, er mikilvægt, að hann þekki fíknina.
* Bezt er, að hann hafi sjálfur glímt við hana.
* Annar mikilvægur munur er, að hjá sérfræðingi er stundum spilaður upp ágreiningur milli fundarmanna.

* Hjá OA tjá menn sig ekki um tjáningu annarra.
* Ég veit ekkert um, hvort er betra, bendi bara á muninn.
* Gott getur verið fyrir matarfíkil að prófa hvort tveggja, OA og hópefli hjá sérfræðingi.

Síðasta hálmstráið
* Yfirleitt lenda menn ekki á fundum í OA fyrr en allt annað er fullreynt.
* Þá er fólk búið að fara á alla hugsanlega kúra, jafnvel í skurðaðgerðir og lyfjameðferðir.

* Þegar allt hefur mistekizt, er OA eitt eftir.
* Fólk hefur sjúklegan ótta við þessi samtök og einkum þó við að þurfa að viðurkenna vanmátt sinn gagnvart hömlulausu ofáti.
* Fólk ver árum og áratugum ævinnar í þrautagöngu sína.

* Fólk er jafnvel búið að sóa öllum eigum síðum, þegar röðin er komin að OA.
* Sé hægt að stytta þrautagönguna, er það mikill ávinningur.
* Hinn raunverulega bati fólks byrjar stundum ekki fyrr en þangað er komið.

Óviðráðanleg þörf
* Matarfíkn eða átfíkn felst í óviðráðanlegri þrá í að belgja sig út umfram allar þarfir.
* Jafnvel þótt reynslan hafi sagt fíklinum, að þetta gangi ekki upp.

Venjulegt fólk hefur taugaboð, sem segja því, hvenær sé komið hæfilegt af mat, en slík taugaboð eru í rugli hjá fíklum.
Þeir hafa ekki innri bremsu líkamans, þurfa ytri bremsu.
Matardagbókin er góð sem bremsa, en hún dugar oft ekki ein, ef um fíkn er að ræða.

* Í fíkninni felast líka þráhyggja, árátta, afneitun og fráhvarfs-einkenni.
* Alveg eins og hjá alkóhólistum.
Því þurfa matarfíklar oft að nýta sér aðferðir alkóhólista til að ná tökum á óviðráðanlegri fíkn sinni.

Stjórnlaus þrá í seddu
Segja má, að matarfíkn sé hamslaus þrá í seddu og þá hamingju og friðsæld, sem henni fylgir.
Sedda er sambúð við mat og er afleiðing af þrá í að komast í hugarbreytingu, leiðslu, eins konar alsælu.

* Seddan gefur þér þá tilfinningu, að þér sé borgið, þú sért heill og yfir allan sársauka hafinn.
* Sedda deyfir tilfinningu fyrir þjáningu og áhyggjum.
* En samt kemur þjáningin alltaf aftur og áhyggjurnar koma aftur.

* Smám saman þyngist þú úr hófi fram.
* Stjórnlaus þrá þín í alsælu seddunnar breytist í sorg, vonleysi og síðast í örvæntingu.
* Þú hefur ekki stjórn á lífi þínu, þú ert leiksoppur.

Og ég vil það strax
Ytri hlutir eins og matur geta gefið þér stundarfrið, en þeir veita þér enga umhyggju.
Hugsun þín verður þessi:
Ég vil það, sem ég vil – og ég vil það strax.
Þetta eru tilfinninga-rök, lævís, torskilin og öflug.

Þú verður ekki opinn fyrir öðru fólki, heldur eingöngu fyrir einum hlut, matnum.
Fíkn þín í mat er sjúkleg ást og trúnaður af þinni hálfu milli þín og matarins.
Átfíkn gerir þig einmana og einangraðan.

Þú ferð í felur með hegðun þína, reynir að gera hana hversdagslega að útliti til að blekkja aðra.
Fljótlega ferð þú að blekkja sjálfan þig mest.
Þannig verður þú fíkill, fíkill í mat, meiri mat.

Endastöð
margra