Óvinirnir í skóginum

Punktar

“Öll dýrin í skóginum eru vinir” er leiðasta klisjan. Fékk slæmt rothögg í hruninu, en vaknar nú aftur til lífs. Kjósendum finnst dónalegt að tala illa um spillingu og þjófnað glæpagengja í stjórnmálum. En dýrin í skóginum eru engir vinir. Þar eru rándýr, sem klófesta Lilla klifurmús og félaga. Íslenzk þjóðmál eru þvílík Afríka úti í hafsauga, að um þau verður bara fjallað á kjarngóðri íslenzku. Sé farið að draga í land með lýsingar, ganga bófar bara á lagið og heimta aukna undirgefni þægra kjósenda. Hér vaða uppi hrunverjar, skattsvikarar, einkavinavæddir pilsfalda-kapítalistar og einkum kvótagreifar.