Vissi vel um stöðuna

Punktar

Fyrir kosningar sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, að fjárlög ársins gæfu fegraða mynd af stöðunni. Eftir kosningar segir hann, að þessi fegraða staða hafi komið sér á óvart. Á óvart? Hann sem hafði sagt það sjálfur! Sigmundur Davíð er að reyna að selja fólki þá hugmynd, að hann geti ekki staðið við ævintýraleg loforð sín. Hann hafi gefið þau í skjóli rangrar vitneskju um erfiða stöðu ríkissjóðs. Mér segir þetta hins vegar, að Sigmundur Davíð hafi frá upphafi vitað, að loforð hans voru út í hött. Var bara að ljúga sig inn á þing. Vissi um heimsku fólks og notaði sér hana. Er bara pólitískur bófi.