Jamie Oliver er merkasti kokkur samtímans. Sumir franskir kokkar eru meiri listamenn, en Oliver notar frægðina meira til góðra verka. Berst gegn notkun verksmiðjuvöru til matar í brezkum skólum. Flytur erindi þar og vestan hafs um hollustu. Stofnaði Fifteen, þar sem fimmtán vandræðaunglingar í senn fá færi á að menntast í eldamennsku og þjónustu á alvöru matstað. Í vinsælum sjónvarpsþáttum sýnir hann matreiðslu hollusturétta. Um daginn hélt hann upp á 17. maí sem “Food Revolution Day” með útihátíð við matstaðinn Fifteen. Andstæða Nigellu Lawson, sem ginnir fólk til að éta milli mála á nóttunni.