Bankar eru stóra bölið

Punktar

Álitsgjafar á Vesturlöndum eru eins og hér að fatta, að kreppan stafar af bönkum, sem leika lausum hala. Þeim var og er enn stýrt af siðblindum og stjórnlaust gráðugum eigendum og stjórnendum. Á kostnað skattgreiðenda, þegar ríkið borgar. Afnema þarf ríkisábyrgð á bönkum, setja þeim þrengri reglur og stórauka opinbert eftirlit með þeim. Annars fáum við bara kreppu á kreppu ofan, hrun á hrun ofan. Bankaeigendur og bankastjórnendur eru ekki skárri í dag en forverar þeirra voru í gær. Jafnan eru siðblindingjar settir þar til valda, það er náttúrulögmál. Og hér voru engir bankar hreinsaðir út.