Marklítill sáttmáli

Punktar

Reynslan segir okkur, að takmarkað hald sé í stjórnarsáttmálanum. Við erum ekki vön, að farið sé eftir slíkum plöggum. Ekki merkilegri en loforðin, sem verðandi stjórnarflokkar gefa fyrir kosningar. Eitthvað grisjast þó burt af ruglinu, en nóg stendur samt eftir. Sáttmálar segja fyrst og fremst, hvað ný ríkisstjórn telur sig komast upp með að segja á líðandi stundu. Rétt á meðan hún er að máta stólana. Því hefur takmarkað gildi að fara í textaskýringar á plaggi, sem ekki verður farið eftir. Eitthvað verður samt hægt að finna út um, hvað sé innan og hvað sé utan áhugasviðs formanna stjórnarflokkanna.