Lítið sést af kosningaloforðunum í sáttmálanum. Helzt, að ekki þurfi að efna þau, því þau efnist af sjálfu sér. Þannig þurfi ekki að afnema lánavísitölu, því að góð efnahagsstjórn muni gera afnámið óþarft. Ekki á að efna loforð um að kjósa um framhald Evrópuviðræðna, því þeim sé sjálfhætt. Engin útfærsla er á loforðinu feita um lausn á svonefndum skuldavanda heimilanna. Aðeins lofað að hugsa stífar um framkvæmdina. Kannski verður bara hugsað og hugsað út kjörtímabilið. Ljóst er altjend, að enginn tékki kemur í pósti þetta ár. Allt fyrirséð, enda höfðu lýðskrumarar lofað stórkarlalega upp í ermina.