Frönsk matreiðsla er hráefnismatreiðsla, matreiðsla þriðja heimsins er kryddmatreiðsla. Frakkland er sennilega heimsins bezta hráefnisland. Þar drýpur smjör af hverju strái og kokkar keppast um, að láta hráefni njóta sín. Hefur gert Frakkland að höfuðvígi vestrænnar matreiðslu. Stefnur í nútíma matargerðarlist eru allar angar af frönskum meiði, þar á meðal sú ný-skandinavíska, sem hér hefur rutt sér til rúms. Allt annað er uppi á teningnum í þriðja heiminum. Þar er kryddið stóra málið, einkenniskrydd hvers staðar, karrí í sumum héruðum Indlands, anís í sumum héruðum Kína.