Vondir, útlendir “hrægammar” borga ekki “forsendubrest” vísitölulána. Sýnd veiði, en ekki gefin. Stjórnarsáttmálinn játar þetta. Segir bilið verða brúað með óstofnuðum sjóði. Sjóði, hver á að borga? Ljóst er, að það verða skattgreiðendur og lífeyrisþegar. Skattgreiðendur borga fyrir Íbúðalánasjóð og lífeyrisþegar fyrir lífeyrissjóðina. Það verður söguleg millifærsla, sem mun flækjast fyrir ríkisstjórninni alla hennar tíð. Fyrir kosningar bentu margir á, að þetta hlyti að verða niðurstaða ofsafengins loforðs Framsóknar. Fjórðungur kjósenda valdi þó að treysta Framsókn. Það hefnir sín. Að venju.