Nýja ríkisstjórnin tekur gömlu rammaáætlunina um verndun náttúru og nýtingu auðlinda fram yfir þá yngri. Notar sem rök, að sú eldri hafi verið samin af fagfólki, en sú síðari af pólitíkusum á alþingi. Þetta er bara haugalygi. Sú gamla var samin af embættismönnum í iðnaðar- og umhverfisráðuneytum og var að mörgu leyti á skjön við niðurstöður í faghópum. Kominn er til skjalanna nýr ráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, sem fer með umhverfismál. Hann er einn harðasti andstæðingur þeirra mála á alþingi, vill virkja hvern foss og hvern hver. Stjórnarskiptin boða því illskeytt umskipti í umhverfismálum.