Kunna ekki á stefnuljós

Punktar

Athugun á akstri 900 ökumanna bendir til, að tveir af hverjum þremur noti ekki stefnuljós, þegar þeir fara úr hringtorgum. Kemur heim og saman við mína reynslu. Meirihluti ökumanna notar ekki stefnuljós og margir nota þau of seint. Sýna, hvað þeir voru að gera, en ekki það sem þeir ætla að gera. Notkun stefnuljósa og rétt notkun þeirra eykur öryggi í umferðinni. Akstur verður rólegri, ef maður þarf ekki sífellt að vera á varðbergi gagnvart fyrirvaralausum beygjum annarra. Blása þarf til herferðar um þetta í útvarpi og sjónvarpi. Eins og þær tíðkuðust hjá Umferðarstofu fyrir mörgum árum.