Ýmis dæmi sýna, að andmælaréttur er innfluttur frá Evrópusambandinu. Er hér bara formsatriði án innihalds. Þekkt er fyrri Rammaáætlun um virkjanir og verndun. Faghópar sömdu skýrslur, en síðan smíðuðu embættismenn pólitíska heildaráætlun. Þetta ferli kallar nýja ríkisstjórnin faglegt. Fleiri dæmi: Skerðing ferðaleiða við Vatnajökul fór í umsagnarferli. Ekkert mark tekið á ótal athugasemdum, sumar ekki einu sinni ræddar og engu var breytt. Nýtt dæmi er svo vegur um Gálgahraun. Vegagerðin og Garðabær neyddust til að taka við athugasemdum, en lásu þær ekki. Kontóristarnir héldu fast við sinn keip.