Þolanleg snjóhengja

Punktar

Lögfræðistofan Íslög hefur lagt fram athyglisverða tillögu um snjóhengjuna illræmdu: Alþingi setji lög um, að gjaldþrot gömlu bankanna taki gildi um næstu áramót, verði nauðasamningum þá ekki lokið. Skiptaráðandi tekur við búi og kröfuhafar missa ítök í bankaráði. Skiptastjóri selur erlendar eigur fyrir gjaldeyri, en greiðir kröfuhöfum út í krónum, sem eru fastar í skjóli gjaldeyrishafta. Í gjaldþrotalögum verði bannað að greiða út í annarri mynt en krónum. Einnig  verði bannað að yfirfæra vexti kröfuhafanna í erlendan gjaldeyri. Lagabreytingar af þessu tagi mundu gera snjóhengjuna þolanlega.