Um allan hinn vestræna heim eru fjölmiðlar komnir í bólakaf í uppljóstranir um skattsvik fyrirmenna og þýfi þeirra í skattaskjólum. Alls staðar eru stjórnvöld hlaupandi upp til handa og fóta að koma höndum yfir þýfið. Nema á Íslandi. Hér gerir skattrannsóknastjóri ekkert. Hér birta fjölmiðlar ekkert úr gögnum ICIJ, Alþjóðasambands rannsóknablaðamanna. Þeir spyrja ekki einu sinni skattrannsóknastjóra, hvort hann muni taka við sér. Hér ríkir bara þögnin. Og pressa er heldur engin frá almenningi. Blogg og fésbók eru næsta þögul um mesta skúbb aldarinnar, sönnunargögn um skattsvik yfirstéttarinnar.