Toppstaðir á “túkall”

Veitingar

Í hádeginu eru toppstaðir landsins lítið dýrari en riff-raffið á botninum. Í Laugaási kostaði sveppasúpa og soðin bláskel 1490 krónur og súpa með fiski 1590 krónur núna í hádeginu. Fyrir helgi fór ég beint á toppinn, í Friðrik V, og fékk þar í hádeginu grænmetislauksúpu og pönnusteiktan karfa fyrir 1750 krónur. Svo ég haldi áfram í toppstöðum landsins, þá fékkst fiskur dagsins á 1920 krónur í Sjávargrillinu, á 1990 krónur í Rub23 og á 2190 krónur í Fiskfélaginu. Í sama klassa robata-grillaður lax á 2090 krónur í Fiskmarkaðinum og fiskur dagsins á 1990 krónur í Höfninni. París norðursins?