Ofsótt ráðherraefni

Punktar

Vigdís Hauksdóttir þingmaður er ofsótt. Segir það sjálf. Ég man það hófst upp úr búsáhaldabyltingunni. Þá sagðist hún óttast um öryggi sitt milli skrifstofu og fundarsalar. Síðan hafa menn linnulaust skráð spakmæli hennar og birt í bloggi og fésbók. Nú síðast hafa nafnleysingjar látið borga sér fyrir að níða hana. Hún segir það sjálf. Hver hefur ráð á að borga þessar ofsóknir? Böndin berast að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Fækkaði ráðherrum Framsóknar um einn til að þurfa ekki að velja hana. Varð samt að velja óhæfa alþingiskarla sem ráðherra og lenti því í að vera ofsóttur fyrir karlrembu.