Handóð borgarstjórn

Punktar

Umferð á Hringbraut hefur aukizt svo mikið, að Melatorg stíflast reglulega á annatímum. Hvernig væri ástandið, hefðu órar verktaka um byggðar eyjar út af Ánanaustum orðið að veruleika? Sama súpan og alls staðar, þar sem yfirvöld reyna að þétta byggð til að gleðja verktaka. Við höfum ekki heldur bitið úr nálinni á Hringbraut. Fyrirhugað er að byggja þétt í hverfinu við Mýrargötu og jafnframt þrengja sjálfa götuna. Ýta viðbótarumferð yfir á Hringbraut. Síðan á líka að byggja geðveikt í Vatnsmýri. Þá stíflast einnig Miklabraut í framhaldi af Hringbraut. Handóð borgarstjórn má ekki leika lausum hala.