Íslenzku álbræðslusamtökin ríða ekki feitum hesti frá ritdeilunni við Andra Snæ Magnason. Ljúga, að 4.500 störf séu fölsk, á vegum Vinnumálastofnunar. Þau eru aðeins 1.300. Alvörustörfum hefur því fjölgað um 4.900 störf á tímabilinu frá fyrsta ársfjórðungi 2011 til fyrsta fjórðungs ársins 2013. Þessi aukning jafngildir tíu álverum. Tíu álverum, heyrið þið það. Engin aðferð við að búa til störf er eins dýr og seinleg og álver með tilheyrandi orkuverum. Samtök álbræðslnanna velja sér því einkar erfiðan vettvang fyrir glímu við Andra Snæ. Hraðar leiðir eru svo í tölvutækni og ferðaþjónustu.