Stóra áldellan

Punktar

Mesta áldellan er áratuga gömul, kenningin um, að þjóðin þurfi álver hér og nú. Sú della hefur spillt samkeppnisstöðu þjóðarinnar og valdið útsöluverði á orku til stóriðju. Stóra áhugamál álsinna er að útvega verktökum verkefni til skamms tíma. Úr þessu urðu blöðrur, sem risu og hnigu og trufluðu þróun atvinnulífs. Við græðum miklu meira á að efla aðra atvinnuvegi. Sem kosta bara brot af fjárfestingu í orku og leiða til margfaldra atvinnutekna. Þar eru fremst á blaði tölvutækni vegna magnaðra kjara og ferðaþjónusta vegna magnaðrar umsetningar. Slíkar greinar ættu að hafa forgang í fyrirgreiðslu.