Sérkennilegt fagfólk

Punktar

Rammaáætlanir um virkjanir og verndun eru tvær, sú fyrri og sú síðari. Báðar samdar af verkefnisstjórnum embættismanna og pólitíkusa, ekki af faghópunum. Það er firra að segja fyrri rammaáætlunina faglegri en hina síðari. Sú fyrri var frumstæðari. Samt ljúga formenn stjórnarflokkanna í síbylju. Undir það tekur ýmis ruslaralýður, sem kjósendur hafa valið til alþingis. Við komumst aldrei neitt áleiðis til lýðræðis, ef menn komast upp með að ljúga út í eitt og halda fast við bullið. Þótt talin séu upp nöfn verkefnisstjóra og spurt, hvers slags “faghópur” þeir séu. Og nú hyggst dýralæknirinn verða faghópur.