Fornöldin í Holtinu

Veitingar

Matreiðslan í Holti er góð sem fyrr, en matseðillinn meira gamaldags en hann hefur oftast verið. Þar mátti í dag sjá Caesar-salat með brauðteningum og kjúklingi, svo og gratíneraða franska lauksúpu. Hvort tveggja eitthvað, sem snætt var fyrir stríð. Caesar-salatið á 1900 krónur bliknaði í samanburði við glansandi ferskt salat á gæðastöðum borgarinnar, svo sem Sjávargrillinu og Rub23. En steinbíturinn í Holti var fyrirtak og kostaði bara 2500 krónur. Beztur var brenndur rjómi, crème brûlée, á 1150 kr. Mikil traffík í hádeginu var góðs viti. Annar hver gestur talaði íslenzku, aðeins annar þjónninn.