Blaðamennska er handverk

Fjölmiðlun

Áratugina, sem ég var ritstjóri, pirraðist ég stundum af að þurfa að kenna nýjum blaðamönnum. Byrja alltaf á núlli. Engin kennslustofnun útskrifaði blaðamenn. Fjölmiðlafræðingar gagnast fjölmiðlum takmarkað. Blaðamennska er einkum handverk, ekki akademísk grein. Nýliðar læra af þeim, sem reynsluna hafa, og af kennslubókum, byggðum á reynslu. Fræðingar byrja í mínus, því að þeir kunna verri íslenzku en sjómenn og bændur. Með fullri virðingu fyrir  fjölmiðlafræði sem grein af félagsfræði er hún ekki blaðamennska. Sú atvinna byggist á sífellt flóknara handverki með aukinni tækni og auknum hugbúnaði.