Þegar forsætis gleymir að láta andstöðuna vita, hvenær sumarþing hefst, er við hæfi, að hann segi “afsakið”. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kaus fremur að segja meintan brandara, sem ég að vísu skildi ekki. Af því má ráða, að hann eigi bágt með að viðurkenna mistök. Þolir líka illa gagnrýni á loforð, er átti að efna “strax” og reyndust eiga að efnast seint og kannski. Fyrstu skref gefa þannig ekki vísbendingu um, að hann verði landsföðurlegur. Fremur hyggst hann haga sér strákslega. Verst er, að brandararnir hans eru næsta óskiljanlegir. Hegðun hans er leiðinlega hrokafull, en virkar vel á fífl.