Misjöfn er gæfa flokka

Punktar

Áður hef ég bent á misjafna gæfu Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í vali á nýjum formanni. Nú mælist Katrín Jakobsdóttir sem sá pólitíkus landsins, sem mest hefur traustið, 63% af heildinni. Ekki nóg með það, heldur ber Samfylkingarfólk meira traust til hennar en til eigin formanns, Árna Páls Árnasonar. 93% þeirra treysta henni bezt, en 77% þeirra treysta Árna Páli bezt. Slíkt er einsdæmi. Enda fer Samfylkingunni mjög illa að hafa formann, sem opinberlega vill færa flokkinn til hægri. Síðustu útskýringar hans á fylgishruni flokksins hafa ekki aukið trú flokksmanna á forustuhæfni hans.