Bylting í fjölmiðlun

Fjölmiðlun

Ljósmyndurum Chicago Sun-Times hefur verið sagt upp og blaðamönnum afhentir iPhone snjallsímar í staðinn. Þetta er merki um byltingu, snjallsímar ryðja sér til rúms, einkum þeir, sem hafa átta megapixla gæði. Dugir fyrir þorra blaðaljósmynda. Á námskeiði mínu á www.jonas.is um miðlunartækni er rækilega fjallað um þessa og aðrar slíkar tæknibyltingar. Samanlagt snúa þær öllu gamalgrónu á hvolf. Hér eftir dugar ekki að mennta sig með hliðsjón af fjölmiðlun horfinna áratuga. Framvegis verður að mennta sig með hliðsjón af næstu tæknibyltingu. Námskeið mitt í miðlunartækni gefur sýn í þá byltingu.