Þjóðaratkvæði sagt óþarft

Punktar

Ofan á önnur svik loforða, hyggst ríkisstjórnin sleppa þjóðaratkvæðinu um, hvort halda eigi áfram aðildarviðræðum við Evrópu. Meirihluti er þó fyrir því, þótt minnihluti vilji sjálfa aðildina. Samkvæmt Sigurði I. Jóhannssyni ráðherra þarf ekki þjóðaratkvæðagreiðslu, því þjóðin sé á móti aðild. Þetta sagði hann ekki kjósendum fyrir kosningar, en gerir það núna, þegar öllu er óhætt. Framsókn fer létt með þessi svik eins og svikin um skjótar afskriftir íbúðaskulda. Sumarþingið fer ekki í þessi mál né önnur mál, sem snerta hag almennings. Þar verður bara fjallað um hag kvótagreifa og annarra auðgreifa.