Samkvæmt forsætisráðherra er orðið til nýtt hlutverk í stjórnsýslunni. Það er ráðherra fullveldismála, Ólafur Ragnar Grímsson forseti. Auk þess sagði forsætisráðherra í gær, að Evrópusambandið heyrði undir fullveldismál. Áður var flokksbróðir hans, utanríkisráðherra, búinn að segjast ráða Evrópumálum. Því eru misvísandi útgáfur í gangi. Útgáfa forseta og forsætisráðherra felur í sér stjórnarbyltingu: Þingræði er breytt í forsetaræði að bandarískum og frönskum hætti. Framhjá stjórnarskrá. Veigamestu mál eru á vegum forsetans, en fyrirgreiðsla gæludýra á vegum forsætisráðherra og viðkomandi ráðherra.