Versti gallinn við að ljúga er, að þú verður að halda áfram að ljúga. Þegar veruleikinn kemur í ljós og stingur í stúf við sýndarveruleika þinn, verður þú að spinna nýja lygi. Vefur þinn verður alltaf flóknari og þú getur ekki ætíð haft alla að fífli. Á endanum nær veruleikinn í skottið á þér. Þetta er vandamál Framsóknar, sem sigraði í þingkosningunum með því að ljúga að fólki, búa til sýndarveruleika. Almenningur hélt að hægt væri að afskrifa skuldir sínar eins og hægt var að afskrifa skuldir nokkurra höfðingja. Nú er næsta skref Sigmundar Davíð að útskýra, hvers vegna þetta gerist ekki strax.