Umhverfisóbeit meirihlutans

Punktar

Nú þarf ekki lengur umhverfisráðherra. Málefni hans hafa verið færð undir hagsmunaráðherra hefðbundinna atvinnugreina. Og Sigurður Ingi Jóhannsson framsóknar telur sérstakt ráðuneyti óþarft. Endurspeglar óbeit núverandi stjórnarflokka á umhverfismálum. Telja þau tefja fyrir umsvifum verktaka á vegum orkuvera og stóriðju. Landsbyggðarfólk Framsóknarflokksins telur umhverfismál vera lúxusmál latté-lepjandi langskóla-letingja hverfis 101 í Reykjavík. Þjóðin skiptist í tvö horn og umhverfissóðarnir hafa tekið völdin. Auðvitað í samræmi við vilja meirihluta kjósenda.