Samanburður leiðtoga

Punktar

Þegar ég komst á netið í dag, sá ég atkvæðagreiðslu dv.is um frammistöðuna í eldhúsumræðu. Óttar Proppé var talinn beztur, sem kom mér ekki á óvart. Enga frétt sá ég um innihald ræðunnar, rétt minnst í einni setningu á íkorna efst í tré. Blaðamenn eru vanir að lýsa froðu, þeim fallast hendur við innihald. Næst kom Katrín Jakobsdóttir, sem kom mér ekki heldur á óvart. Sá þriðji var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem velti sér að venju upp úr froðu þjóðrembu. Að hætti Jónasar frá Hriflu, Ólafs Ragnars Grímssonar og Guðna Ágústssonar. Fífl elska froðu. Mögrum hestum riðu Bjarni Ben, Árni Páll og Steingrímsson.