“Engar efndir, bara nefndir” er góð lýsing Katrínar Júlíusdóttur þingmanns á afdrifum loforða um afskriftir skulda heimilanna. “Strax” var lofað á sínum tíma, þegar spurt var um efndir. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætis lagði í gær fram tillögu til þingsályktunar í tíu liðum. Þeir fjalla allir um, að nefndir verði skipaðar í einstökum þáttum málsins. Þær eru stundum kallaðar hópar eða sérfræðingahópar eða verkefnisstjórnir. Mál verða réttlega skoðuð og margir aðilar koma þar að. Því má ekki búast við neinum afskriftum næstu árin. Sem betur fer. Ferlið í heild kallast: “Engar efndir, bara nefndir”