Fyrrum forstjóri Orkuveitunnar er skólabókardæmi um óðagotsmann í verkfræði. Guðmundur Þóroddsson segir, að á hans tíma hafi valið staðið milli varkárni og gróða. Stefnt hafi verið að hinu síðara með því að virkja hratt og stórt á Hellisheiði. Við höfum séð gróðann, brennisteinseitrun, jarðskjálfta af mannavöldum, hitaþurrð og spaghetti af heitavatnsrörum milli Kolviðarhóls og Hverahlíða. Vísindamenn sögðu á tíma Guðmundur og segja enn, að betra sé að fara með gát og læra af biturri reynslu. Gamli forstjórinn mátti ekki vera að slíku. Hans tegund af jarðvarma-verkfræði er næsti bær við skáldskapinn.