Þrír góðir Húsvíkingar

Veitingar

Þrír góðir við Húsavíkurhöfn: Pallurinn, Gamli-Baukur og Naustið. Pallurinn reyndist bezt. Frábært eldaður þorskur dagsins, því miður samt ofsaltaður. Það er della hjá ungum kokkum. Verðið var gott, 2000 krónur, enda er húsið bara tjald. Rustalegt er líka í Naustinu, sem stælir Sægreifann. Þar er grillaður fiskur á spjóti. Blálanga dagsins nákvæmlega rétt og stutt elduð, kostaði 2200 krónur. Gamli-Baukur bauð fagurt fram reiddan steinbít dagsins, en á mun hærra verði, 3000 krónur. Svo er hér Salka, hvar ég fékk hálfhráan steinbít dagsins með haug hvítra hrísgrjóna. Át gúrkuna, 2250 krónur, sjitt.