Gef Jóni Steinssyni hagfræðingi við Columbia orðið: “Lækkun á veiðigjaldinu úr 13 milljörðum í 10 milljarða hefur engin áhrif á hvata til fjárfestingar. Hvatinn til fjárfestingar er svo ævintýralegur hvort sem er að þetta hefur engin áhrif. Veiðigjaldið þyrfti að vera í kring um 50 milljarðar á ári til þess að þessi punktur hefði einhverja vigt … Ef takmarkið er að auka hagvöxt þá væri miklu betra að lækka tekjuskattinn eða virðisaukaskattinn heldur en að lækka veiðileyfagjaldið. Í rauninni ættu þeir að ganga lengra og hækka veiðigjaldið og svo gætu þeir lækkað hina skattana meira. Það myndi auka hagvöxt í landinu.”