Þurfum við að þola ár eftir ár, að Matvælastofnun heimili Skeljungi að láta bændur dæla cadmium í jarðveginn? Eitrið fer í mjólkina og kjötið. Það endar með að hlaðast upp í börnum okkar á löngum tíma. Séu fyrirtækin nógu öflug, kvartar Matvælastofnun bara. Lætur sjálfa þjóðina ekki vita. Ekkert gerist og Ísland heldur áfram að vera losunarsvæði fyrir brezkt cadmium. Af hverju get ég þá ekki fengið að kaupa cadmium-frítt kjöt og cadmium-fría mjólk frá löndum Evrópusambandsins? Af hverju sætta Bændasamtökin sig við, að hægt og rólega sé verið að grafa undan fallvöltum trúverðugleika innlendrar búvöru?