Óháðir sérfræðingar eru sammála. Þeir, sem ekki tengjast íslenzkri pólitík eða hugmyndafræðum, andmæla lækkun veiðigjalds. Miklu nær sé að hækka það og fá þannig fé til að lækka álögur á almenning. Það segja Daria Zakharova hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og Jón Steinsson hjá Colombia háskólanum. Gróði kvótagreifa er mikill og auðlindarenta þjóðarinnar lítil. Svo lág er rentan, að hækkun hennar þrengir ekki hið minnsta að fyrirtækjunum. Mest liggur á að lækka skuldabyrði skattgreiðenda. Það gerist bezt með hækkun auðlindarentu. Nýja ríkisstjórnin er efnahagslega á villigötum, er hún þjónar kvótagreifum.