Þjóðarlösturinn: Siðblinda

Punktar

Íslenzk siðblinda lýsir sér á ýmsa vegu. Oft felst hún í að líta á lög og reglur sem viðmiðunaratriði. Hinn siðblindi fer þá ekki eftir þeim, ef það hentar honum ekki. Þannig fylgir GeoTravel ekki reglum um lokun fjallvega, ef forstjórinn telur þær ekki henta. Veður í Öskju með útlendinga og segist svo bara vera andvígt reglunum. Sæmundur Þór Sigurðsson ákveður sjálfur, hvort reglur gildi eða ekki. Annað afbrigði siðblindu felst í langsóttum útskýringum á lögleysu. Þegar forsetafrúin flytur brott, hrekst Ólafur Ragnar Grímsson úr einni skýringunni í aðra og síðan þá þriðju. Siðblinda er þjóðarlösturinn.