Fjölmiðlungum ber að taka eftir ádrepu Jóns Steinssonar við Colombia. Þeim ber skylda til að fletta ofan af pólitíkusum, sem hafa lygi að leiðarljósi. Sem endurtaka lygina nógu oft til að fávitarnir fari að trúa. Fávitarnir eru drjúgur helmingur þjóðarinnar. Erlendis veita fjölmiðlar aðhald, sem hindrar lygara í að ná markmiðum sínum. Hér vantar þetta aðhald. Því endurtaka menn lygina um, að lækkað veiðigjald auki tekjur. Að veiðigjaldið sé svo flókið, að breyta þurfi því. Valdamenn geta í skjóli getulausra og metnaðarlausra fjölmiðla logið í síbylju hvaða dellu sem er. Sorglegt segir Jón Steinsson.