Því fer fjarri, að hér búi afkomendur frjálsra víkinga. Hér eru hins vegar afkomendur hælisleitenda, sem hrökkluðust hingað undan ófriði víkinga. Litlum sögum fer af aðild Íslendinga að svaðilförum suður um Evrópu, enda hafa þeir þá ílenzt þar. Ferðabransinn reynir að selja útlendingum þá firru, að hér hafi risið víkingaþorp. Þeir trúa auðvitað öllu, það gera Íslendingar líka. Á síðustu árum hefur þjóðsagan öðlast pólitískt gildi. Skálkarnir sáu, að þjóðremba er allra greiðasta leiðin að hjörtum vitgrannra afkomenda tuga kynslóða af kúguðum kotkörlum. Hjá þeim er Hákot voldugt og vinsælt orð.