Egill Helgason er sendiherra Íslands í umheiminum, með aðsetri í Reykjavík. Við hann tala erlendir blaðamenn um stöðu mála. Egill reynir að leiðrétta ýmislegt ofmat. Í hruninu hafi byrðar verið lagðar á fólk, pólitíkusar og bankamenn hafi ekki verið fangelsaðir og hér hafi þjóðin ekki sett nýtízku stjórnarskrá. Tengsl séu að vísu við Wikileaks, IMMI-málfrelsisstofnun verið komið á fót og þingsályktun samin um upplýsingafrelsi. Framhald skorti á því stundaræði og allt sé við það sama og áður. Engin paradís upplýsingafrelsis fæddist hjá ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms. Þessu ná erlendir blaðamenn alls ekki. Og ný ríkisstjórn bófaflokka mun aldrei hjálpa Edward Snowden, né öðrum uppljóstrurum.