Forseti í vanda

Punktar

Forseti Íslands skiptir” hraðar um skoðun en árlega. Fyrir ári sagði hann “fá mál jafn vel til þess fallin að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og kvótamálin”. Hann getur haft þveröfuga skoðun núna, ef það hentar honum eða vinfengi hans við silfurskeiðunga. En fjölmenn áskorun um þjóðaratkvæði mun valda honum vandræðum, þegar hún fer að skipta tugum þúsunda. Eins getur verið, að hann bakki út úr bandalaginu við umboðsmenn kvótagreifa og fylgi heldur þjóðinni að málum. Því er útlit fyrir spennandi stjórnmálasumar að þessu sinni. Stendur Ólafur Ragnar við stóru orðin frá 13. maí í fyrra?