Eftirsjá er að Agli Helgasyni úr Silfrinu. Hefur borið uppi vitræna umræðu um pólitík. Yfirburðir hans eru slíkir, að honum hefur tekizt bezt upp, er hann hefur fengið áður óþekkt þungavigtarfólk í tveggja manna tal. Slíkt er auðvitað ávísun á magasár þeirra, sem óttast hlutdrægni í hverju horni. Í stað Egils munu koma tveir vinstri-hægri gaurar á borð við Mörð og Hannes Hólmstein sællar minningar. Þá verða öll ágreiningsmál leyst á þann hátt að fá tvo þrasara til að rífast um hvert mál. Niðurstaðan verður auðvitað núll og þátturinn missir áhorf. Líklega er að rísa geldingatími á ríkisútvarpinu.