Öflugustu ríki Vesturlanda og Efnahagsþróunarstofnunin OECD hafa ákveðið að vinna saman gegn skattaskjólum. Ákváðu líka að nota tvær milljónir gagna, sem Alþjóðasamband rannsóknablaðamanna ICIJ aflaði með leka. Athyglisvert er, að Bandaríkin eru í þessum hópi, þótt þau berjist af alefli gegn leka úr kerfinu og þeim, sem afla lekans. Ekkert bendir til, að Ísland sé aðili að þessu samstarfi. Helzt heyrist, að Ríkisskattstjóri og Skattrannsóknastjóri bíði eftir gögnum frá Bretlandi, sem þeir hafa þó ekki leitað eftir. Og með ríkisstjórn bófanna aukast líkur á, að Ísland verði aftasta ríkið í röðinni.