Hrunið var íslenzkt

Punktar

“Svokallað efnahagsundur á Íslandi var rakið til meintra yfirburða Íslendinga í alþjóðaviðskiptum sem áttu síðan að eiga rætur sínar í arfleifð frjálsra víkinga, landkönnuða og skálda. Fátt var fjær sanni og dramb er falli næst.” Þetta segir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur um söguskoðun Ólafs Ragnars Grímssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Bankahrunið og krónuhrunið voru íslenzk framleiðsla. Þáverandi stjórnvöld leituðu skjóls hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Hættulegt er að kenna útlendingum um hrunið, þótt það henti forsætisráðherra með þjóðrembu að lifibrauði og leiðarljósi.