Falleinkunn tíu punktanna

Punktar

Stofnanir og samtök hafa almennt gefið tíu skuldapunktum ríkisstjórnarinnar falleinkunn. Kemur ekki á óvart. Jafnvel Sjálfstæðisflokkurinn taldi fyrir kosningar sjónhverfingar Sigmundar Davíðs og Frosta Sigurjóns vera óráð. Og það er ekki falleinkunn frá stjórnarandstöðu, heldur stofnunum og samtökum. Ekkert þýðir fyrir Frosta sjónhverfingamann að segja þessar athugasemdir Seðlabankans og fleiri aðila vera misskilning. Sjónhverfingarnar sjálfar eru hættulegur misskilningur, sem getur leitt til ríkisgjaldþrots. Erum komin með glórulausa stjórnarstefnu, sem mest er kjósendum Framsóknar að kenna.