Mín reynsla af umræðuhefð er þveröfug við reynslu Gerðar Kristnýjar og Ólínu Þorvarðardóttur. Hef fylgst með henni og tekið þátt í henni í hálfa öld. Hún hefur þvert á móti batnað. Einkum eftir innreið internetsins og fylgifiska þess, bloggs, fésbókar og tísts. Fólk veit núna margfalt meira um framvindu mála en áður fyrr. Ríkiskerfið er orðið að gatasigti, sem lekur upplýsingum. Fólk trúir ekki lengur, að pólitíkusar og kontóristar vinni að almannaheill. Fólk veit einfaldlega betur. Það er að segja þeir, sem nota hina nýju miðla. Nýfrjáls almenningur lætur sér ekki lengur fátt um finnast. Sem betur fer.