Feigðarsöngur endurtekinn

Punktar

Forseti Íslands hótaði okkur í gær í Berlín. Sagði Íslendinga vera á góðri leið með að endurheimta sjálfstraustið, sem þeir höfðu fyrir hrun. Skelfileg tilhugsun, á þá allt að fara aftur til fjandans? Sízt af öllu vantar þjóðina sjálfstraustið, sem var meginþáttur hrunsins. Þá dró Ólafur Ragnar Grímsson upp afskræmda mynd af þjóð, sem skorti sjálfsaga. Sem taldi sér trú um, að umfram aðrar þjóðir hefði hún arfgenga hæfni til viðskipta og nýsköpunar. Hann byrjar aftur sama feigðarsönginn. Auðvelt er að telja Íslendingum trú um, að veruleikaflótti sé rétta leiðin til að græða skyndilega glás af fé.