Skáldið emjar hástöfum

Punktar

Landsins mesta skáld, sem lofaði þjóðinni gullregni strax eftir kosningar, emjar hástöfum í grein í Morgunblaðinu. Hvergi fjallar hann þar um málsefni, heldur eingöngu um, hversu vondir menn séu við sig. Sennilega orðinn svo forstokkaður, að hann trúir eigin órum. Telur sig sæta ofsóknum óbilgjarnra efahyggjumanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gat í fjögur ár hrópað eins og hver annar ábyrgðarleysingi. Svo þegar hann er loks kallaður til ábyrgðar, emjar hann eins og stunginn grís: Þið eruð vondir við mig. Erfitt hlýtur að vera að hafa fátt til málanna að leggja annað en vænisýki um ofsótt sjálf.