Equador er engin háborg mannréttinda og upplýsingafrelsis. Þvert á móti er verið að þrengja þar að upplýsingafrelsi. Samt hefst Julian Assange við í sendiráði Equador í London til að verjast aðför Bretlands og Svíþjóðar að Wikileaks. Og Edward Snowden, sem kom upp um persónunjósnir Bandaríkjanna, er sagður á leið í skjól í Equador. Heimurinn virðist vera flóknari en við héldum. Bandaríkin og Bretland þóttust lengi vera handhafar alls réttlætis. Eru samt að hrapa niður á svipað alræðisstig og tíðkast í þriðja heiminum. Meira að segja Svíþjóð þumbast við að gæta hagsmuna alræðis gegn almenningi.