Tvær ógnir vesturlanda

Punktar

Bandaríkin og Bretland eru meiri ógn við mannréttindi en harðstjórar þriðja heimsins samanlagðir. Bæði ríkin hafa fjölmennar og tæknivæddar stofnanir til að njósna um borgarana, óvini sína. Brave New World kominn til að vera. Glæpur Edward Snowden var að koma upp um hluta af þessari iðju stjórnvalda. Fyrir utan ríkisstofnanir á borð við NSA í Bandaríkjunum og GCHQ í Bretlandi reka einkafyrirtæki öflugar njósnir, svo sem HBGary, Palantir, Berico og Team Themis. Grafa undan áhugahópum á borð við andstæðinga Kárahnjúkavers með því að dreifa lygum. Hindra fólk í að fá réttar fréttir af stórmálum.